-It´s alive!!!- Ég ákvað að láta aðeins sjást til…

-It´s alive!!!-

Ég ákvað að láta aðeins sjást til mín hérna á blogginu. Búið að vera mikið í gangi undanfarna daga, prófin komu og fóru á örskotsstund og svo hafa síðustu dagar farið í vinnu og ýmis fjölskyldumál. Ég biðst forláts ef mínir dyggu lesendur (Steinunn og Axel) voru farnir að halda að ég væri hættur að blogga.

Ég get glatt ykkur með því að mér hefur verið treyst fyrir mjög ábyrgðarmiklu verkefni. Þannig er mál með vexti að einhver ung stúlka í Þýskalandi treystir alfarið á mig til að fá ríkisstjórn Íslands til að hætta hvalveiðum í vísindaskyni. Ég fékk nefnilega bréf í dag frá stúlku sem ber nafnið Kathrin Baumann frá Bad Harzburg (eða Bed Herzburg, hún skrifar nefnilega ekkert alltof vel) hvar hún tíundar fyrir mér hvað hún hafi mikinn áhuga á að koma til Íslands og skoða hina óspilltu náttúru landsins og þá allra helst að fá að sjá hvali í sínu náttúrulega umhverfi. Eina sem aftrar henni frá því að koma hingað er stefna ríkisstjórnarinnar í hvalveiðimálum. Hún segist ekki geta hugsað sér að koma hingað til lands fyrr en við hættum algjörlega öllum hvalveiðum.

„I´m very impressed of all I´ve ever seen about your wonderful iland (sic). I would like to visit Island in the next years, if it is possible to do friendly whale-watching. Best wishes from the „Herz – Mountains“ (Germany), Kathrin Baumann.“

Svo fylgir með bréf á íslensku frá Greenpeace um hvalveiðar Íslendinga og ferðamannaiðnaðinn og ýmislegt fleira, sem Kathrin segist taka 100% undir.

Ég verð nú bara að segja það að mér er fokkings sama um það hvort hún Kathrin komi hingað til lands í heimsókn…nema náttúrulega að hún sé myndarleg og á lausu. Ég kannski sendi henni bara bréf á móti og bið hana um að senda mér mynd af sér, og tek svo ákvörðun í framhaldi af því….maður getur svo sem alveg mótmælt hvalveiðum eins og einhverju öðru.

„Hvað heldur þú, er nauðsynlegt að skjóta þá?“

Góðar stundir.

Færðu inn athugasemd